Afgreiðsla á vörum:
Ég legg áherslu á að senda vörur eins fljótt og mögulegt er. Helst samdægurs og í síðasta lagi innan tveggja daga - nema ef pantað er seinnipart föstudags, mun vara verða send á mánudag.  Ef mikið liggur við, er best að hringja og þá mun ég gera mitt besta að mæta óskum þínum.  Ef svo vill til að að vara sé ekki til á lager í því magni sem óskað er, mun ég hafa samband og benda á aðra sambærilega vöru og/eða tilgreina afgreiðslufrest sé pantaður hlutur væntanleg á lager.  Jafnframt mun ég bjóðast til að fella pöntun niður og endurgreiða að fullu, hafi hún verið greidd á vefsvæði okkar.  Að öllu jöfnu er vara ekki send frá okkur fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu, annaðhvort með korti á heimasíðu eða millifærslu.

 

Einnig er hægt að sækja vörur til mín að Óseyri 29, 600 Akureyri og vil ég hvetja ykkur til að líta við þegar unnt er, þar sem ég get þá sýnt hluti í notkun og kaupandi getur fullvissað sig um að varan sé í fullkomnu lagi.  Þetta á sérstaklega við um notaða og stærri hluti, svo sem utanborðsmótora og rafstöðvar.  En að sjálfsögðu mun ég senda slíka hluti hvert á land sem er ef óskað er og reynist varan gölluð eða undir væntingum, mun ég gera allt sem ég get til að leysa málið.

 

Millifærsla í banka/heimabanka:
Ef óskað er að greiða með millifærslu, er reikningur okkar 0310-26-012012, kennitala 201257-4769. Reikningseigandi Sigurður Jóhannesson sem á og rekur vefsíðuna Batavorur.is.

Afhending:
Vörur eru sendar með Íslandspósti, Flytjanda eða öðrum þeim hætti sem kaupandi óskar. Kaupandi greiðir sendingarkostnað við móttöku.

Trúnaður:
Ég heiti kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.