Jæja gott fólk - takk fyrir þolinmæðina fyrir vetrarlokunina, nú líður að spennendi sumri 2020!

Verslunin er opin aftur og nú er að detta inn væn sending, bæði nýjar birgðir af vörum sem ég hef verið með en verið uppseldar síðan í fyrra, og einnig nýtt dót sem vonandi verður gagnlegt.  Þetta ætti allt að vera komið inn á síðuna núna í mars/apríl mánuði 2020.

Ég er að mestu hættur að vera með utanborðsmótora því ég meiddi mig illa í baki sumarið 2018 og verð að forðast að lifta þyngri hlutum.  Ég á ennþá nokkra litla mótora sem verða settir í sölu nú í vor.

Svo þakka ég fyrir skilninginn og þolinmæðina og hlakka til halda áfram að þjónusta ykkur.

Siggi