Ágæta bátafólk og viðskiptavinir,

Nú ætlar kallinn að slá þessu upp í smá kæruleysi og taka sér vetrarfrí !  Því verður netverslunin í dvala þar til í lok febrúar.  Reyndar stendur mikið til þar sem ég er að verða afi í fyrsta skipti og dóttir mín í Englandi er búin að panta gamla manninn á staðinn, svo ég vona að fólk skilji að það er mikið og merkilegt í húfi :-)

En svo þegar ég opna aftur ætti úrvalið að hafa aukist töluvert og eitt og annað nytsamlegt að hafa bæst við.

12/02/20 - Jæja gott fólk, allt gekk vel og kallinn að rifna úr monti með afadótturina!  Kem heim núna um mánaðamótin og um sama leyti er ég að fá stóra sendingu að utan svo við opnum í byrjun mars með nýjar og spennandi vörur.  Takk fyrir þolinmæðina meðan kallinn var að upplifa þennan stórkostlega viðburð og hlakka til sumarsins!  :)  Siggi